Töluvert hefur verið um brottfall farþega með Herjólfi í þær ferðir sem nú þegar hafa verið farnar á Þjóðhátið. Af þeim sökum hefur verið hægt að taka farþega sem hafa verið á biðlistum með skipinu. Reikna má með að hægt verði að bæta við farþegum í allar ferðir Herjólfs um helgina.