Eyjamaðurinn Tómas Bent Magnússon var í byrjunarliði Hearts í dag, þegar þeir unnu mikilvægan útisigur gegn núverandi meisturum Celtic, í 16. umferð Skosku úrvalsdeildarinnar. Tómas lék allan leikinn á miðjunni hjá Hearts en hann hefur byrjað fjóra leiki af síðustu fimm.
Hearts komst yfir í leiknum á 43. mínútu með marki frá Claudio Braga og var staðan 0-1 í hálfleik. Oisin McEntee tvöfaldaði forystu Hearts í síðari hálfleik á 64. mínútu. Kieran Tierney minnkaði muninn fyrir Celtic í uppbótartíma. Lokatölur leiksins 1-2 og sigur Hearts staðreynd.
Hearts situr í efsta sæti deildarinnar með 35 stig. Celtic er í 2. sæti með 32 stig. Celtic á leik til góða en Hearts er með betri markatölu.




















Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst