Úgönsku leikmennirnir Tonny Mawejje og Abel Dhaira eru enn í Úganda. Þeir léku með úganska landsliðinu gegn Guinea Bissau og unnu 2:0 en Tonny var í byrjunarliðinu en Abel sat á bekknum. Þeir áttu að koma aftur til landsins á sunnudag og spila með ÍBV gegn Þór á Akureyri í kvöld en nú er ljóst að ekkert verður úr því. Abel hefur staðið í markinu í undanförnum leikjum í fjarveru Alberts Sævarssonar, sem er meiddur. Albert er enn meiddur og því kemur það í hlut Guðjóns Orra Sigurjónssonar, 19 ára gamall markvörður 2. flokks, að verja mark ÍBV í kvöld.