Kvennalið ÍBV tekur á móti FH í N1 deild kvenna í dag í Íþróttamiðstöðinni en leikur liðanna hefst klukkan 18:00. Eyjakonur hafa verið á ágætu skriði undanfarið, hafa unnið síðustu tvo leiki sína, báða á útivelli gegn Aftureldingu og Selfossi. ÍBV er í fjórða sæti eftir fimm leiki, með sjö stig, eftir þrjá sigurleiki eitt jafntefli og eitt tap en FH er hins vegar í þriðja sæti, hefur unnið fjóra leiki en aðeins tapað einum.