Knattspyrnumaðurinn Tryggvi Guðmundsson mun leika með KFS í 4. deildinni í sumar. Tryggvi er gífurlegur liðsstyrkur fyrir Hjalta Kristjánsson og félaga í KFS enda Tryggvi einn allra besti sóknarmaður íslenska boltans hin síðari ár og markahæsti leikmaður efstu deidar frá upphafi. Tryggvi mætir á sína fyrstu æfingu í dag hjá KFS klukkan 18:00 á Helgafellsvellinum og skrifar svo undir samning við félagið í kjölfarið.