Alls gerðu 51 einstaklingur athugasemd við deiliskipulagið og segir Jón að flestar þeirra hafi verið �?pantaðar�? frá þröngum hópi fólks. Jón segir engan vafa á því að turnarnir þrír verði reistir þó að staðsetningin geti vissulega breyst og ef til vill færst austur fyrir þorpið.
Torfi Áskelson, formaður skipulags- og byggingarnefndar, segir að byggðin í landi Kaðlastaða verði skipulögð upp á nýtt. Sett verði í forgang að deiliskipuleggja fyrirhugaðar íbúðir fyrir eldri borgara á svæðinu. Mögulega yrði gefið grænt ljós á turnabyggingar ef þær yrðu reistar talsvert fjær þorpinu en núverandi áform ganga útá.
Nánar um málið í Sunnlenska.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst