Tuttugu og fjögurra tíma púl fyrir Pietasamtökin
19. september, 2022

Í æfingasalnum er hann leiðtogi þegar hann stýrir æfingum, en ekki síður þegar hann stýrir sínum eigin æfingum og áskorunum. Gísli Hjartarson tók á sig mikla líkamlega áskorun um síðustu helgi þar sem hann stundaði æfingar í 24 klukkustundir samfleytt og án hvíldar. Hann skiptist á að æfa á þremur tækjum; vindhjóli, róðravél og skíðavél.

Margir lögðu leið sína í æfingasalinn og tóku nokkra hringi með honum á tækjunum. En enginn kemst með tærnar þar sem hann hefur hælana. Þessa áskorun tók hann ekki á sig bara að gamni sínu, heldur var markmiðið að safna í styrktarsjóð Píeta samtakanna. Það eru samtök sem vinna gegn sjálfsskaða og sjálfsvígum. Verkefnið er verðugt og Gísli er Eyjamaðurinn að þessu sinni.

Eyjamaðurinn er Gísli Hjartarson, oft kallaður Gilli Foster. Sjá Eyjafréttir sem kemur út á miðvikudaginn.

Facebook
X
LinkedIn
Pinterest
Reddit
Email
Print
Skoða blaðið á netinu
6. tbl. 2025
6. tbl. 2025

NÝBURAR

76e2af77 02d9 48eb B73a 24c32e2403ac
4. janúar 2025
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Katrín Rós Óðinsdóttir og Sæþór Örn Garðarsson.
Mest lesið
Fylgstu með

Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.