Herjólfur siglir tvær ferðir til Landeyjahafnar í dag samkvæmt eftirfarandi áætlun: Brottför frá Vestmannaeyjum kl. 17:00 og 19:00 og brottför frá Landeyjahöfn kl. 18:00 og 20:15.
Varðandi siglingar morgundagsins verður gefin út tilkynning fyrir kl. 06:00 í fyrramálið. Á þessum árstíma er ávallt hætta á að færa þurfi milli hafna og því er ekki æskilegt að skilja eftir farartæki í annarri hvorri höfninni, segir í tilkynningu frá skipafélaginu.




















Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst