Tveir Íslandsmeistaratitlar yngri flokka í dag
27. apríl, 2013
Í dag fóru fram úrslit yngri flokka í handbolta. ÍBV átti tvö lið í úrslitum, eldra ár 5. flokks kvenna og yngra ár 4. flokks karla. Bæði lið náðu þeim glæsilega árangri að vinna sína leiki og verða Íslandsmeistari. Strákarnir lögðu HK að velli, 20:19 í æsispennandi leik en staðan í hálfleik var 10:8 ÍBV í vil. Á heimasíðu Handknattleikssambands Íslands segir að maður leiksins hafi verið Andri Ísak Sigfússon, markvörður ÍBV sem átti stórleik í úrslitunum.
Skoða blaðið á netinu
Forsida 12 Tbl 2024
12. tbl. 2024
Mest lesið
viðburðir
Fylgstu með

Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst