Karlalið ÍBV í körfubolta leikur tvo mikilvæga leiki í 2. deildinni um helgina þegar Hekla kemur í heimsókn. Eyjamenn hafa verið á beinu brautinni eftir að nýr þjálfari tók við stjórn liðsins í síðasta mánuði og eru taplausir undir hans stjórn. Fyrri leikur liðanna verður í kvöld klukkan 19.00 en síðari leikurinn á morgun 16.00.