Mjög sjaldgæft er að hryssur kasti tveimur folöldum, og enn sjaldgæfara er að þau komist bæði á legg. En þann 20. maí sl. komu þau Goði og Gyðja í heiminn á bænum Bakka í Austur Landeyjum. „Folöldin eru bæði hraustleg og sterk og dafna þau mjög vel,“ sagði eigandi þeirra Harpa Jónsdóttir bóndi á Bakka.