Ýmir fékk víti strax á upphafsmínútunum þegar Rafn H. Rafnsson braut klaufalega af sér eftir misheppnaða hreinsun Robert Mitrovic í markinu. Vítið rataði í netið og var eina færi Ýmis í fyrri hálfleik því Hamar tók öll völd á vellinum án þess þó að skapa sér teljandi færi. �?eir uppskáru síðan vítaspyrnu um miðjan hálfleikinn eftir að brotið var á Sigurði Gísla Guðjónssyni í vítateignum. Panic fór á punktinn og skoraði af öryggi.
Ekki voru nema nokkrar mínútur liðnar af síðari hálfleik þegar Sigurður Gísli lét sig detta í vítateig Ýmis og Hamar fékk annað víti sem Panic skoraði úr. Ýmismenn mótmæltu dómnum hressilega og leit einn liðsmanna þeirra rauða spjaldið. Hamar réð gangi mála allan síðari hálfleik en þrátt fyrir að vera manni fleiri tóks Hamri ekki að knésetja gestina. Ýmismenn voru nálægt því að jafna úr sinni einu hættulegu sókn á lokamínútum leiksins en boltinn fór framhjá úr opnu færi.
Hamar situr nú á toppi riðilsins mðe sjö stig, en hefur leikið einum leik fleira en næstu lið. Annað kvöld tekur KFS á móti �?gi, ef veður leyfir og á sama tíma mætast KFR og Grótta. Árborg heimsækir síðan KB á miðvikudagskvöld.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst