Getur verið að meiri hagsmunum sé fórnað fyrir minni hagsmuni með því að tvöfalda Suðurlandsveg fremur en að leggja svokallaðan 2+1 veg með aðskildum akstursstefnum og hafa þá meira fjármagn til ráðstöfunar til að bæta aðra vegi þar sem þörfin er líka mjög brýn?
Við verðum að gera greinarmun á nauðsynlegum úrbótum og munaði. Tvöföldun Suðurlandsvegar flokkast sennilega undir munað ef tekið er mið af umferðarmagni á veginum. Erlendis er að jafnaði notuð sú þumalputtaregla að tvöföldun vega sé æskileg, þegar umferðarmagnið fer yfir 20.000 ökutæki á sólarhring. Á Hellisheiði nær umferðin ekki helmingi þess magns á mestu annatímum yfir sumarmánuðina. �?að er þó sjálfsagt að haga undirbúningi þannig að stefnt sé að tvöföldun Suðurlandsvegar í nánustu framtíð og hefur Samgönguráðherra raunar boðað það.
�?að virðist hafa gleymst í umræðunni að aðalmálið er að aðskilja akstursstefnur, hvort heldur það er gert með tvöföldun vegarins eða 2+1 akbrautum með vegriði á milli akstursstefna. Umferðaröryggisins vegna þarf þessi aðskilnaður akbrauta að gerast eins hratt og kostur er. �?að er alveg ljóst að tvöföldun Suðurlandsvegar verður ekki tilbúin fyrr en í fyrsta lagi eftir 7�?8 ár. �?að á eftir að hanna veginn, finna honum vegstæði, kaupa land og fara með fyrirhugaðar framkvæmdir í umhverfismat. Undirbúningur að 2+1 vegi með vegriði er mun lengra komin. �?að má heldur ekki gleyma því að það þarf líka að aðskilja akstursstefnur á fleiri vegum en á Suðurlandsvegi. Til að mynda hafa orðið mörg mjög alvarleg umferðarslys á Vesturlandsvegi á undanförnum árum þar sem bifreiðar hafa ekið framan á hvor aðra og það síðasta varð því miður um liðna helgi. Á þeirri leið eins og svo víða í vegakerfinu þarf að aðskilja akstursstefnur.
Vegagerðin hefur nú þegar byggt upp svokallaðan 2+1 veg með vegriði á Suðurlandsvegi í Svínahrauni. Vegriðið er notað til að aðskilja akstursstefnur. Engin alvarleg slys hafa orðið á þessum vegarkafla frá því hann var opnaður. �?essi lausn hefur verið notuð víða erlendis, og þá sérstaklega á Norðurlöndum, með góðum árangri. Vegagerðin er nú þegar búin að láta hanna veg af þessu tagi alla leiðina austur til Selfoss svo það mætti byrja strax á því að breikka veginn þar sem þess þarf og setja vegrið til að aðgreina akstursstefnur. Slíkur vegur hefur verið hannaður þannig að auðvelt verður að bæta við fjórðu akreininni síðar þegar réttar forsendur eru fyrir tvöföldun á öllum vegarkaflanum. Jafnvel þótt til væru nægir peningar í ríkiskassanum er skynsamlegt, tímans vegna, að hefja framkvæmdir á Suðurlandsvegi með 2+1 akbrautum með vegriði til að aðgreina akstursstefnur, sem síðar er hægt að breyta í tvöföldun. Hliðstæðar framkvæmdir á norðurleiðinni þola heldur enga bið. Um tvöföldun Suðurlandsvegar Birgir Hákonarson skrifar um tvöföldun Suðurlandsvegar »Tvöföldun Suðurlandsvegar flokkast sennilega undir munað ef tekið er mið af umferðarmagni á veginum.
Birgir Hákonarson Höfundur er framkvæmdastjóri umferðaröryggissviðs Umferðarstofu.
Greinin birtist í Morgunblaðinu.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst