Eins og í fyrra þá verður ekki leyfilegt að keyra bílum inn fyrir hlið í Herjólfsdal. Þau bílastæði eru aðeins fyrir starfsfólk og viðbragðsaðila en það er mikilvægt að þau hafi svigrúm til að athafna sig á svæðinu. Bílastæði eru á golfvellinum, meðfram veginum inn í Herjólfsdal, við Týsheimili og Íþróttamiðstöð.
Fyrir þau sem illa ráða við að ganga frá hliði inn í Herjólfsdal verður boðið upp á akstur með rútu frá Íþróttamiðstöðinni. Rútan fer inn fyrir hlið í Herjólfsdal. Rútan gengur stanslaust föstudag til sunnudags frá kl. 13:30-18:00 og 19:30-02:00 alla daga. Nauðsynlegt er að sækja armbönd áður en farið er í rútuna, t.d. á bryggjunni á fimmtudag. Frítt er í rútuna og einnig fyrir fylgdarmann ef þess þarf.
Súlur og búslóðaflutningar
Á miðvikudaginn 31. júlí fara súlurnar upp á eftirfarandi tímum:
Athugið að aðeins bílar með súlur fá að fara inn í Dal á þessum tíma. Á öðrum tímum verður Dalurinn lokaður fyrir umferð.
Búslóðaflutningar verða svo fimmtudaginn frá 11:30-15:00 og 17:30-20:00, og á föstudaginn frá kl. 9:30-11:00. Á öðrum tímum verður Dalurinn lokaður fyrir umferð.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst