Undirbúa frumvarp um áframhaldandi ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán
Eyjafréttir/Eyjar.net: TMS

Unnið er að lagafrumvarpi sem tryggir almenningi áframhaldandi heimild til að ráðstafa séreignarsparnaði inn á húsnæðislán í samanlagt tíu ár. Þetta er í samræmi við áform sem kynnt voru í fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar í október sl.

Í kynningunni kom fram að stefnt væri að því að gera heimildina varanlega og fyrirsjáanlega, en undanfarin ár hefur hún verið framlengd til eins árs í senn, segir í tilkynningu frá fjármála- og efnahagsráðuneytinu sem birt er á vef Stjórnarráðsins.

Þar segir jafnframt að gert sé ráð fyrir að frumvarp um málið verði lagt fram á Alþingi á næstu mánuðum, að loknu samráðsferli og að heimildin gildi afturvirkt frá upphafi árs 2026.

Heimild til að nýta séreignarsparnað skattfrjálst vegna kaupa eða byggingar á fyrstu íbúð verður óbreytt frá því sem verið hefur. Nánari upplýsingar um þá heimild má finna á vef Skattsins.

Nýjustu fréttir

Beðið með eftirvæntingu eftir loðnuráðgjöf
KR-ingur á láni til ÍBV
Elliði Snær skoraði átta mörk í jafntefli Íslands
Fylgi flokkanna í Eyjum
Komu inn vegna veðurs
Afslættir hverfa með bættu raforkuöryggi
Jason Stefánsson meðal útskriftarnema FÍV 
Foreign Monkeys gefa út þriðju breiðskífu sína – „III“
Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.