Unnið er að lagafrumvarpi sem tryggir almenningi áframhaldandi heimild til að ráðstafa séreignarsparnaði inn á húsnæðislán í samanlagt tíu ár. Þetta er í samræmi við áform sem kynnt voru í fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar í október sl.
Í kynningunni kom fram að stefnt væri að því að gera heimildina varanlega og fyrirsjáanlega, en undanfarin ár hefur hún verið framlengd til eins árs í senn, segir í tilkynningu frá fjármála- og efnahagsráðuneytinu sem birt er á vef Stjórnarráðsins.
Þar segir jafnframt að gert sé ráð fyrir að frumvarp um málið verði lagt fram á Alþingi á næstu mánuðum, að loknu samráðsferli og að heimildin gildi afturvirkt frá upphafi árs 2026.
Heimild til að nýta séreignarsparnað skattfrjálst vegna kaupa eða byggingar á fyrstu íbúð verður óbreytt frá því sem verið hefur. Nánari upplýsingar um þá heimild má finna á vef Skattsins.



















Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst