Fyrsta markið og fyrsti sigur í Bestu deild kvenna þetta sumarið var í Eyjum þar sem ÍBV sigraði Selfoss, 1:0, á Hásteinsvelli í kvöld.
Holly O’Neill skoraði sigurmarkið á 28. mínútu. Þrátt fyrir mikinn vind sýndu bæði lið ágætan bolta en sigur í þessum Suðurlandsslag var Eyjakvenna. Eru stigin þrjú gott veganesti í baráttunni framundan.
Marki fagnað.
Mynd Sigfús Gunnar.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst