Unnur Brá Konráðsdóttir hefur ákveðið að gefa kost á sér í 2. sæti á framboðslista Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi vegna Alþingiskosninga 2013. „Ég hef átt afar gott samstarf við kjósendur í Suðurkjördæmi og vonast til að fá áframhaldandi umboð til að vinna að þeim verkefnum sem framundan eru. Málefni kjördæmisins eru mér hugleikin og brýn þörf er á stefnubreytingu stjórnvalda í garð þess.“