Uppgræðsla í hlíðum Eldfells er brýn
Á fundi umhverfis- og skipulagsráðs á mánudaginn lá fyrir samantekt um stöðu uppgræðslu á foksvæðum og stöðu umhverfismála. Var samantektin gerð að beiðni Stefáns �?. Jónassonar bæjarfulltrúa Vestmannaeyja listans. Var hún unnin af �?lafi Snorrasyni, framkvæmdastjóra. �?ar kemur fram áætlanir umhverfis-og framkvæmdasviðs um aðgerðir og áætlanir í umhverfismálum
Ráðið þakkaði �?lafi kynninguna lá fyrir
�?ar kemur fram að beðið hefur verið eftir svari frá Landgræðslunni varðandi ástand gróðursvæða á Heimaey. �?að svar barst 15. júlí sl. Og er stuðst við það svar í þessu svari. Af því leiðir að ekki hefur verið unnt að vinna sérstaka aðgerðaráætlun eftir þeim tillögum sem þar koma fram þar sem erindi landgræðslunnar er nýkomið til Vestmannaeyjabæjar.
Beitarhólf:
Ástand beitarhólfa er viðunandi að mestu í Heimaey. �?að beitarhólf sem hefur undanfarin ár verið í hvað verstu ásigkomulagi, hefur greinilega verið hlíft nú á vormánuðum og á það borið áburð til að styrkja gróður. Hefur þessi aðgerð leitt það af sér að þetta beitarhólf lítur vel út og gróður mikið að styrkjast. Á móti kemur þó að sá fénaður sem hefur verið á þessu beitarhólfi undanfarin ár hefur verið sett í beitarhólf sem engan vegin rúmar þann fjölda fjár sem er. Afleiðingar þess að allt of mikil beit er í beitarhólfinu eru orðnar vel sýnilegar þar sem gras er nauðbeitt og rof byrjað að myndast.
Annað hólf sem hefur litið illa út á undanförnum árum er beitarhólf syðst á Stórhöfða, þar hefur ekki verið beitt síðustu ár og er það tillaga Landgræslunnar að farið verði í áburðargjöf á því svæði og það verndað.
Uppgræðsla:
Aðallega við Eldfell og Haugasvæðið. Almennt lítur Haugasvæðið bærilega út, þó er þar á köflum svæði þar sem jarðvegsrof hefur verið talsvert og eyður byrjaðar að myndast á milli jarðvegs og nets sem lagt var yfir svæðið.
Uppgræðsla í hlíðum Eldfells er brýn þar sem að gróðurþekja er talsvert byrjuð að láta á sjá. Ráðlagt er að dreift sé áburði í hlíðar Eldfellsins en sú vinna er að mestu handvinna. Farið hefur verið í tvígang í sumar með vinnuhóp til að bera í hlíðar Eldfells.
Nýtt svæði sem ráðlagt er að byrjað verði að vinna í eru rofabörð í Stórhöfða. Lagt er til að nýtt verði hey eða annað lífrænt efni sem þekur rofabarðið. Einnig er vel hugsanlegt að uppsetning á nót væri góður kostur til að verja rofabarðið. Síðan er heppilegt að setja áburð og fræ í rofabarðið til að styrkja það og flýta uppgræðslu.
Dalfjall, Heimaklettur og fleiri svæði hafa fengið áburðargjöf frá áhugsömum Eyjamönnum sem hafa aðstoðað við að bera í þessi svæði á gönguferðum sínuim.
Lúpína:
Talsvert er um nýliðun á lúpínu í Vestmannaeyjum, þá sérstaklega á svæðum sem óheppilegt er að hún sé að dreifa úr sér. �?etta eru svæði svo sem gamla hraunið og skriður í Herjólfsdal. Byrjað er að slá þessar breiður af lúpínu og er heppilegur tími til þess um mánaðarmótin júní/júlí, eða á meðan lúpínan er í blóma. Unnið verður næstu ár í þessum svæðum.
Opin svæði:
Farið hefur verið samkvæmt skipulagi á opin svæði, þau hreinsuð og snyrt en vegna mannfæðar hefur verkið ekki unnist sem skyldi. Við það bætist að Sólbakkablóm sögðu upp þjónustusamningi við Vestmannaeyjabæ sl. haust og hafa þau verk sem það fyrirtæki sinnti áður bæst ofan á verkefni sumarvinnuflokks �?jónustumiðstöðvar. Um er ræða mikið magn trjábeða og um 4200 sumarblóm auk annarra svæða. Einnig þarf að sinna málningarvinnu, bekkjum, göngustígum, skiltum ofl. Allt er þetta unnið samkvæmt verkefnalista. Sumarvinnuhópur �?jónustumiðstöðvar hefur sinnt þessum verkefnum auk starfsmanna �?jónustumiðstöðvar.
Byggingar og mannvirki:
Mikið átak hefur verið í fegrun bygginga og mannvirkja undanfarin ár og hefur víða verið gerð bragabót þar á. �?ó er það alltaf svo að nokkrar byggingar hafa verið lýti á bæjarmyndinni og hafa eigendum nokkurra fasteigna verið send bréf með ósk um úrbætur.

Nýjustu fréttir

Fimm skip til loðnuleitar
Löndun Breka VE í Grundarfirði – flókið verkefni og fumlaus vinnubrögð
Gong slökun, endurstilling í hraða nútímans
Bæjarráð gagnrýnir samgönguáætlun
Elliði með fimm mörk í stórsigri Íslands
Herjólfur í Þorlákshöfn í dag og á morgun
Orkumálin til skoðunar hjá ráðherra
Dagvistunarmál til umræðu á fundi fræðsluráðs
Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.