Gestur á laugardagsfundi Sjálfstæðismann í Ásgarði verður eyjapeyinn Stefán Haukur Jóhannesson, aðalsamningamaður Íslands í aðildarviðræðum við ESB. Hann fjallar um umsóknarferlið og verkefnin framundan, fjallar almennt um samningaferlið og svarar spurningum um ýmis álitamál. Tilvalið tækifæri að kynna sér ferlið og koma sjónarmiðum á framfæri. Fundurinn hefst kl. 11.00 og að sjálfsögðu verður heitt á könnunni.