Þann 24. ágúst var flugumferðarstjórn aflögð af í flugturninum í Vestmannaeyjum, fór úr því vera flugumferðarstjórn í það að vera flugupplýsingaþjónusta. Sex starfsmenn sjá um flugupplýsingaþjónustuna þar af er einn menntaður flugumferðarstjóri. Tveir af þremur flugumferðarstjórum sem störfuðu áður við Vestmannaeyjaflugvöll hafa ráðið sig sem flugumferðarstjórar í Reykjavík og á Keflavíkurflugvelli.