Karlalið ÍBV leikur líklega mikilvægasta leik sinn á þessu tímabili í kvöld klukkan 19:30 þegar liðið tekur á móti Stjörnunni í 1. deild handboltans. Eyjamenn hreinlega verða að vinna til að halda fjórða sætinu, sem er svo mikilvægt því liðin í 2.-4. sæti 1. deildar fara í umspil um eitt laust sæti í úrvalsdeild, ásamt næst neðsta liði Úrvalsdeildarinnar. Aðeins eru tvær umferðir en ÍBV og Selfoss eru sem stendur jöfn í 4. og 5. sæti. Selfyssingar leika í kvöld gegn neðsta liðinu Fjölni og má reikna með að Selfyssingar vinni þann leik.