Á fundi bæjarráðs Vestmannaeyja í vikunni var farið yfir stöðu samgöngumála, þar á meðal framtíðaráform um dýpkun í Landeyjahöfn.
Fannar Gíslason, forstöðumaður hafnadeildar Vegagerðarinnar, og Kjartan Elíasson, sérfræðingur hjá Vegagerðinni, kynntu stöðuna í höfninni og næstu skref í verkefninu. Fram kom að samningur við Björgun rennur út í maí 2026 og að stefnt sé að því að bjóða út næstu áfanga dýpkunar fyrir áramót. Útboðsgögn verði opnuð í janúar og gert ráð fyrir að verktaki liggi fyrir í febrúar eða mars á næsta ári.
Einnig kom fram að bæjarráð muni funda með innviðaráðherra 6. nóvember næstkomandi þar sem rætt verður um samgöngur við Vestmannaeyjar og framtíðarsýn í þessum málaflokki.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst