Talsvert virðist vera af makríl í Vestmannaeyjahöfn en makríltorfa hefur skemmt þeim sem eiga leið um Friðarhöfn í Vestmannaeyjum í dag. Makríllinn sækir reglulega upp á yfirborðið og buslar þar áður en hann fer niður aftur. Mikið hefur verið um makríl allt í kringum eyjarnar og hefur makríll m.a. veiðst á stöng í höfninni.