Erla Einarsdóttir ásamt fleiri góðum konum eru að fara af stað með verkefni sem allir geta verið þátttakendur í. Erla ætlar að fara í samstarf með matvöruverslunum bæjarins og taka skref í átt að minni plastnotkun. Hún ætlar að taka gömul efni sem annars væru á leiðinni í ruslið og sauma úr þeim fjölnota matvörupoka sem fólk getur fengið lánaða í matvöruversluninni ef það gleymir sínum heima, því flest eigum við fjölnotapoka og margir gleyma þeim heima.
�??Margrét Lilja Magnúsdóttir átti upphaflegu hugmyndina og kom fullt af efni á mig, ég fékk svo Ágústu Huldu Árnadóttur með mér í þetta,�?? sagði Erla í samtali við Eyjafréttir. Dóttir Erlu, Anna Margrét býr á Blöndósi og þar hafa verið gerðir yfir 500 pokar og verkefnið gengið vel.
Einhverstaðar verðum við að byrja
�??Markmiðið er að margt smátt geri eitt stór, einhverstaðar verðum við að byrja,�?? sagði Erla. En hún sagði að víða erlendis væru plastpokar ekki í boði og þetta væri góð byrjun. �??Við þurfum að hugsa um börnin okkar og barnabörnin sem eru að taka við landinu fullu af rusli,�?? sagði Erla.
Vantar aðstoð og efni
Erla hefur fengið aðstöðu í kvenfélaghúsinu og ætlar hún að byrja verkefnið miðvikudaginn 4. apríl, frá klukkan 16-18 og svo annanhvern miðvikudag eftir það. Hún biðlar til fólks að koma með efni í verkefnið eða hjálpa til, �??Hvort sem það eru gamlir dúkar, rúmföt eða gardínur, allt nýtist,�?? sagði Erla. Einnig má fólk koma og hjálpa, �??hvort sem það er að sauma, sníða eða strauja, ýmislegt sem er hægt að hjálpa við. Einnig er hægt að hafa samband við mig eða Ágústu og við komum og sækjum efnið, ef það hentar betur,�?? sagði Erla
�?etta getur verið okkar framtak í átt að minni plastnotkun. �??Væri algjör synd ef Eyjamenn leggja ekki sitt á vogaskálarnar,�?? sagði Erla að lokum.