Vald og ábyrgð
27. nóvember, 2018
Íris í Lit
Íris Róbertsdóttir
Íris Róbertsdóttir

Það er grunnregla í stjórnsýslu og stjórnskipan að aldrei má aðskilja vald og ábyrgð. Sá sem fer með endanlegt vald ber líka endanlega ábyrgð.

Í grein eftir bæjarfulltrúa sem birtist á netmiðlum síðasta föstudag var því haldið fram, að við bæjaryfirvöld sé að sakast um hvernig Vegagerðin stendur að dýpkun Landeyjahafnar. Ef þetta væri réttmæt ábending þá myndu nú heldur betur skipast veður í lofti. Þá væri samanlagt klúður Vegagerðarinnar í Landeyjahöfn – frá því að hún var opnuð fyrir 8 árum – allt á ábyrgð þeirra sem fóru fyrir bæjarstjórn á því árabili. Er réttmæt að skella skuldinni á það fólk? Nei, auðvitað ekki.

Vegagerðin verður ein og sjálf að bera ábyrgð á því sem hún gerir eða lætur ógert. Bæjarstjórn öll hefur þrýst eins mikið á Vegagerðina í þessum dýpkunarmálum eins og mögulegt er og ég þykist viss um að fyrri bæjarstjórn gerði það líka. Á fundum, með bréfum og símtölum höfum við síðustu vikur komið sjónarmiðum okkar eins kröftuglega á framfæri og kostur er og fengið til liðs við okkur í þeim efnum þingmenn kjördæmisins. Ekki síst höfum við með miklum þunga bent á reynslu Eyjamanna af þeim verktaka sem nú hefur verið samið við um dýpkun. Sá samningur tekur gildi 2019 og er til 3ja ára. Vegagerðinni var gert algjörlega ljóst að þessi framganga málsins var í fullkominni andstöðu við vilja og skoðun bæjarstjórnar Vestmannaeyja. Við teljum að útboðið sjálft hafi verið meingallað og fráleitt að bæjaryfirvöld skyldu ekki hafa verið höfð með í ráðum þegar útboðsskilmálar voru ákveðnir. Úr því sem komið var vildum við að öllum tilboðum yrði hafnað og ráðist yrði í annað útboð á réttum forsendum. Við þessum óskum varð Vegagerðin ekki og hennar er valdið – og ábyrgðin.

Þess ber líka að geta að Vegagerðin var búin að fallast á mjög eindregna ósk okkar um að dýpka út nóvember – en ekkert varð af því eins og kunnugt er; Belgarnir farnir og Björgun gat ekki mannað dýpkunarskip.

Við munum sannarlega halda Vegagerðinni við efnið á næstunni eins og við framast getum og treystum á stuðning bæjarbúa í þeim efnum. Það hjálpar ekki í þeirri baráttu ef einstakir bæjarfulltrúar vilja létta ábyrgðinni af Vegagerðinni og færa hana yfir á bæjaryfirvöld. Þá er búið að aðskilja vald og ábyrgð – og engin verður fegnari en ”gerandinn” sem sé Vegagerðin.

Stöndum saman og vinnum saman.

Íris Róbertsdóttir
Bæjarstjóri Vestmannaeyja

Facebook
X
LinkedIn
Pinterest
Reddit
Email
Print
Skoða blaðið á netinu
Forsida EF 3 Tbl 25
3. tbl. 2025

NÝBURAR

76e2af77 02d9 48eb B73a 24c32e2403ac
4. janúar 2025
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Katrín Rós Óðinsdóttir og Sæþór Örn Garðarsson.

NÝBURAR

Drengur
3. desember 2024
Drengur
Kaupmannahöfn
Selma Jónsdóttir og Matthías Óskarsson

NÝBURAR

Drengursnorrason
23. október 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Svanhildur Eiríksdóttir og Sindri Sigfússon

NÝBURAR

Lovisu
8. október 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík.
Lovísa Jóhannsdóttir og Jökull Andri Sigurðsson

NÝBURAR

462560821 8781643355208571 772013136079801246 N
17. október 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Aníta Björk Friðriksdóttir og Sigurbjörn Þórður Árnason.

NÝBURAR

Tandri
13. september 2024
Drengur
Hsu, Vestmannaeyjum.
Dagur Arnarsson og Svava Tara Ólafsdóttir.

NÝBURAR

Bfec0ecf E4f8 466a 89f9 94c607ba1ec5
24. ágúst 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Óskar Elías Zoega Óskarsson og Díana Ólafsdóttir

NÝBURAR

Natan Orn
14. ágúst 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Þórey Lúðvíksdóttir og Elías Skæringur Guðmundsson

NÝBURAR

F4c5612c Ae8a 4d77 B83d C5f14f2007fe
26. september 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík.
Þorgeir Þór Friðgeirsdóttir og Elín Inga Halldórsdóttir

NÝBURAR

Moller
20. september 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík
William Thomas Möller og Jenný Guðnadóttir.

NÝBURAR

E50c5f3f Ddd5 4ee2 8685 Dad7e0e417ad
2. ágúst 2024
Stúlka
Fæðingadeild HVE, Akranes
Sigurdís Egilsdóttir og Gunnlaugur Örn Guðjónsson

NÝBURAR

Drengur Hristov
2. ágúst 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík
Todor Hristov og Marta Möller

NÝBURAR

Nýburi
30. júlí 2024
Stúlka
Heimahúsi á Dalvík
Alexandra Ósk Gunnarsdóttir og Brynjar Ingi Óðinsson

NÝBURAR

Nýfædd stúlka.
4. júlí 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík
Theodóra Ágústsdóttir & Carlos Guani

NÝBURAR

IMG 3174
15. júlí 2024
Drengur
Balingen, Þýskalandi
Sandra Erlingsdóttir og Daníel Þór Ingason

NÝBURAR

tryggvason
30. júní 2024
Drengur
Reykjavík
Tryggvi Stein Ágústsson og Guðný Erla Guðnadóttir

NÝBURAR

nyburar
4. júlí 2024
Drengur
Reykjavík
María Rós Sigurbjörnsdóttir og Bjarni Heimir Kristinsson

NÝBURAR

jon
20. júní 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík
Logi Snædal Jónsson og Svala Björk Hólmgeirsdóttir

NÝBURAR

Admin Ajax
10. júlí 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík
Unnur Birna Hallgrímsdóttir og Guðmundur Sundström

NÝBURAR

IMG 2282 940x940
29. júní 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík
Petrúnella Aðalheiður Kristjánsdóttir og Felix Örn Friðriksson
Mest lesið
viðburðir
Vsv Logo Blue Vsv
29. apríl 2025
17:00
Aðalfundur Vinnslustöðvarinnar
Aðalfundur ÍBV Íþróttafélags
29. apríl 2025
17:00
Aðalfundur ÍBV Íþróttafélags
Ársþing ÍBV
13. maí 2025
20:00
Ársþing ÍBV
Fylgstu með

Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst