Kvennalið ÍBV rúllaði yfir nýkrýnda bikarmeistara Vals í síðustu umferð N1 deildarinnar sem fram fór í dag. ÍBV komst í 7:1 og hafði örugga forystu allan leikinn. Mestur varð munurinn fimmtán mörk, 31:16 en Valskonur náðu að laga stöðuna örlítið áður en yfir lauk. Lokatölur urðu 33:22en staðan í hálfleik var 17:7.