Margar sögur er til af þeim mikla lífskúnstner, Viðari Togga. Hann hefur í tugi ára unnið í fiskimjölsverksmiðjunni FES. Það var einu sinni að Bogi Sigurðsson, þáverandi verksmiðjustjóri boðaði starfsmenn í mjölinu á fund. Þá var mjölið sett í pappírpoka sem síðan voru settir á bretti. Á fundinum kvartaði Bogi yfir því að pokunum væri svo illa raðað á brettin, þeir væru oft að hrynja af og þannig tækju brettin líka alltof mikið pláss í mjölgeymslunni. Bað hann starfsmennina að raða pokunum betur og sá sem raðaði pokunum best á brettin fengi verðlaun. Og svo byrjaði keppnin.