Lögreglan í Eyjum beinir því til bæjarbúa að læsa bifreiðum sínum, en lögreglan fékk útkall fyrr í vikunni vegna aðila sem reyndi að komast inn í ólæsta bíla í bænum.
„Rétt rúmlega 03:00 aðfaranótt miðvikudagsins sl. var tilkynnt um hettuklæddan aðila sem var að fara inn í bíla, þegar lögreglumenn komu á staðinn hljóp aðilinn á brott og var hann hlaupinn uppi og handtekinn. Í kjölfarið var hann vistaður í fangageymslu á meðan rannsókn stóð. Auk þess að vera hettuklæddur huldi aðilinn andlit sitt með grímu.” segir Stefán Jónsson, yfirlögregluþjónn í samtali við Eyjafréttir. Hann segir jafnframt að svo líti út fyrir að einungis hafi verið farið inn í ólæsta bíla og er þetta eitthvað fyrir bæjarbúa að hugsa um hvort ekki þurfi að læsa bílum sínum.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst