�?g er þeirrar skoðunar að það eigi engu að breyta og það fari best á því að Guðjón Arnar Kristjánsson og Magnús �?ór Hafsteinsson starfi áfram í forystu flokksins enda hefur samstarf þeirra verið mjög farsælt, náið og árangursríkt.
Magnús �?ór hefur sýnt yfirvegun og stefnufestu og birtist það m.a. í útlendingaumræðunni þar sem hann lá undir mjög ósanngjörnum ásökunum frá hinum ýmsu aðilum um að hann bæri hatur í brjósti til fólks af öðrum kynþáttum og væri jafnvel að hann stundaði það að ala á ótta við ákveðna trúarhópa. �?etta hefur oft á tíðum verið mjög óvægin og ósanngjörn umræða þar sem þingmenn Frjálslynda flokksins hafa legið undir gríðarlega þungum ásökunum. �?g tel mikilvægt að núverandi forysta flokksins haldi óbreytt áfram og tali af einurð um þau mál sem hvíla á þjóðinni sem aðrir flokkar veigra sér við að taka til umræðu, hvað þá að taka á.
Sigurjón �?órðarson, alþingismaður Frjálslynda flokksins.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst