Óveðrið í morgun gerði það að verkum að fjölmargir foreldrar héldu börnum sínum heima í morgun í stað þess að senda þau í skóla. Þá mun fermingarfræðsla og Kirkjustarf fatlaðra í Landakirkju falla niður í dag, mánudag vegna veðurs. Fermingarbörnin eru hvött til að mæta í tímana á morgun, þriðjudag og á miðvikudag í staðinn.