Síðustu ár hefur fyrirbærið Veganúar (Vegan + janúar) verið töluvert í umræðunni í upphafi hvers árs en markmið þess er að vekja fólk til umhugsunar um áhrif neyslu dýraafurða og kynna kosti vegan fæðis fyrir heilsu, umhverfi og dýravernd, eins og segir á vefsíðu átaksins. Fólk sneiðir þannig hjá öllum dýraafurðum í allan janúar.
Fyrir þá sem ekki kannast við hugtakið Veganisma þá er það í grófum dráttum lífsskoðun þar sem leitast er við að útiloka og forðast, eftir fremsta megni, hagnýtingu og ofbeldi gagnvart dýrum, hvort sem það á við um fæðu, fatnað, skemmtun eða aðra neyslu.