Á dögunum færðu Hollvinasamtök Hraunbúða, heimilinu EKG tæki, svokallað hjartalínurit að verðmæti 700.000 krónum. Fyrir átti heimilið mun eldra tæki sem var löngu kominn tími á að endurnýja. Búið er að prófa tækið og nota það tvívegis á þessum stutta tíma og er mikil ánægja með það. Á þriðjudag var svo formleg afhending tækisins og að því tilefni fór Kolbrún Kristjánsdóttir hjúkrunarfræðingur yfir tækið með heimilisfólki og að því loknu afhentu fulltrúar samtakanna tækið formlega til Hraunbúða.
Hollvinasamtökin vilja enn og aftur þakka allan þann hlýhug og þann stuðning sem þau hafa notið allt frá stofnun og minna í leiðinni á Facebook síðu samtakanna, þar sem fá má allar upplýsinga um það hvernig hægt er að gerast hollvinur Hraunbúða. Einnig er þar að finna myndir frá starfinu og í hvað styrktarféð hefur nýst sem þeim hafa borist frá einstaklingum og fyrirtækjum.




















Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst
Ekki liggja fyrir nýjar mælingar
Hvað er sjóveiki?
Sjóveiki er misræmi milli skynfæra líkamans sem senda boð til heilans um hreyfingu – kyrrstöðu.
Þegar einstaklingur er úti á sjó þá nema skynjarar í vökvafylltum gangi í innra eyra hreyfingu og senda boð til heilans að einstaklingur sé á hreyfingu. Augun senda hins vegar boð til heilans um að viðkomandi sé kyrr. Heilinn á erfitt með að vinna úr þessum misvísandi og ósamræmdu upplýsingum og sendir skilaboð til magans um að tæma sig – þ.e. veldur uppköstum.
Einkenni sjóveiki eru þreyta, ógleði, svimi, svitakóf og uppköst.
Góð ráð til að hindra sjóveiki:
Lyf við sjóveiki þ.e. lyf sem slá á einkennin og fást án lyfseðils í apóteki.
Önnur ráð:
Hvar í skipinu er best að vera o.fl.
Þungun:
Þungaðar konur sem þjást af sjóveiki mega nota koffinátín í litlum skömmtum en best er að ráðfæra sig við lækni eða lyfjafræðing.
Þunguðum konum er ekki ráðlagt að nota engifer þar sem það er ekki staðfest hvort það geti haft skaðleg áhrif á fóstur.