Veiðar hefjast á nýju ári
bergey_bergur_op
Myndin er tekin um borð í Berg VE. Eyjafréttir/Eyjar.net: Óskar Pétur Friðriksson

Vestmannaey VE hélt til veiða að afloknu jóla- og áramótafríi um miðnætti 1. janúar. Skipið hélt rakleiðis á Víkina og hefur aflað vel. Gert er ráð fyrir að það komi til löndunar á morgun. Bergur VE mun halda til veiða í dag, segir í frétt á vef Síldarvinnslunnar.

Þar segir jafnframt að Gullver NS sé í slipp á Akureyri þar sem öxuldráttur fari fram. Áætlað er að skipið geti haldið til veiða um komandi helgi.

Frystitogarinn Blængur NK mun halda til veiða í kvöld. Fyrsti túr ársins verður langur eða 40 dagar. Að loknum þessum fyrsta túr er ráðgert að skipið haldi til veiða í Barentshafi.

Uppsjávarveiðiskipin Barði NK, Beitir NK og Börkur NK héldu í nótt til kolmunnaveiða í færeyskri lögsögu. Gert er ráð fyrir að veitt verði austan við eyjarnar og eru rúmlega 300 mílur frá Neskaupstað á miðin.

Nýjustu fréttir

Góður mánudagur sem varð enn betri!
Fimm skip til loðnuleitar
Löndun Breka VE í Grundarfirði – flókið verkefni og fumlaus vinnubrögð
Gong slökun, endurstilling í hraða nútímans
Bæjarráð gagnrýnir samgönguáætlun
Elliði með fimm mörk í stórsigri Íslands
Herjólfur í Þorlákshöfn í dag og á morgun
Orkumálin til skoðunar hjá ráðherra
Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.