Slökkvilið Vestmannaeyja var kallað út á áttunda tímanum í kvöld að íbúðarhúsi á Brekastíg. Að sögn Friðriks Páls Arnfinnssonar, slökkviliðsstjóra var eldurinn staðbundinn í eldhúsi, en mikill reykur í húsinu þegar viðbragðsaðilar komu á vettvang.
„Það gekk hratt og vel að ráða niðurlögum eldsins og við tók að reykræsta húsið,” segir Friðrik Páll. Aðspurður um hvort einhver hafi verið í húsinu segir hann að svo hafi ekki verið. „Það voru nágrannar eða vegfarendur sem sáu svartann reyk og hringdu í Neyðarlínuna.”
Eldsupptök liggja ekki fyrir þegar þessi frétt er skrifuð. Líkt og sjá má á meðfylgjandi myndum var töluverður viðbúnaður viðbragðsaðila vegna útkallsins.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst