Vel heppnuð Eyjaferð
12. september, 2024
20240907 163617 Cr
Hópurinn stillti sér upp fyrir myndatöku. Ljósmynd/vsv.is

Um síðustu helgi heimsóttu félagar í Félagi skipa- og bátaáhugamanna Vestmannaeyjar. Félagið var stofnað í Reykjavík í febrúar árið 2012 og er tilgangur félagsins að efla áhuga og umræðu um skip og báta af öllum stærðum og gerðum, flytja kynningarefni, fræðsluefni og stunda sögulegar rannsóknir tengdar skipum og siglingum í víðu samhengi. Rætt er við Sverri Konráðsson formann félagsins á heimasíðu Vinnslustöðvarinnar um félagið og um ferðina til Eyja.

Að sögn Sverris samanstendur félagið af nokkur hundruð félögum, skipstjórnarmönnum, vélstjórum, hásetum og öðrum sem áhuga hafa á siglingum og skipum. Félagsfundir eru haldnir í Víkinni fyrsta þriðjudag í hverjum mánuði yfir vetrartímann þar sem félagsmenn kynna hugðarefni sín og fá fyrirlesara til að fjalla um mál tengd siglingum, skipum og útgerð. Tilgangur ferðarinnar var að heimsækja Vestmannaeyjar, skoða siglingatengda starfsemi og kynnast mannlífinu í mikilvægum útvegsstað.

Fengum góðar móttökur alls staðar

Hvað skoðuðu þið í Eyjum?

Rúmlega fimmtíu félagar komu með rútu til Eyja. Við ókum um Heimaey, fórum í Herjólfsdal, skoðuðum Hundraðmannahelli, ókum upp á Stórhöfða og nutum útsýnisins til úteyja í suðri. Síðan skoðuðum við Sjóminjasafn Þórðar Rafns á Dala-Rafni sem félagar sýndu mikinn áhuga. Rabbi á heiður skilinn fyrir áhugavert safn sjóminja og varðveislu þeirra fyrir komandi kynslóðir. Að því loknu héldum við í skoðunarferð í landeldisstöðina Laxey og fengum frábæra leiðsögn þar. Skoðuðum t.d. uppbygginguna í Viðlagafjöru. Að lokum bauð Vinnslustöðin upp á dagskrá fyrir okkur. Við skoðuðum síðan frystigeymslur, fórum bryggjurölt með starfsmönnum og litum síðan við á netaverkstæðinu þar sem við nutum léttra veitinga í boði Vinnslustöðvarinnar.

Hvernig fannst ykkur?

Allir félagar okkur luku upp lofsorði um ferðina. Við vorum mjög heppnir með veður, allar áætlanir stóðust og við fengum góðar móttökur alls staðar.

Blómlegt atvinnulíf og mannlíf

Spurður hvort eitthvað hafi komið þeim á óvart segir Sverrir að atorkusemi og dugnaður Eyjamanna komi þeim svo sem ekki á óvart. „Við fengum einungis staðfestingu á því að atvinnu- og mannlíf í Vestmannaeyjum er í alla staði blómlegt. Okkur þótti gaman að skoða okkur um við höfnina, spjalla við sjómenn, fylgjast með skipaumferð og kíkja á veitingastaðina.”

Að endingu vill hann koma á framfæri bestu þökkum til allra þeirra sem tóku á móti þeim félagsmönnum. Þeim Binna í Vinnslustöðinni ásamt Sverri, Willum og Guðna. Einnig þakkir til Rabba í Sjóminjasafninu og til Óskars Jósúasonar, talsmanns Laxeyjar fyrir frábæra kynningu. Þakkir til Kára meistarakokks á Kránni fyrir góða og snögga þjónustu. Einnig þökkum við skipverjum á Herjólfi fyrir örugga siglingu milli lands og Eyja, segir Sverrir Konráðsson formaður Félags skipa- og bátaáhugamanna í samtali við Vinnslustöðvar-vefinn.

Facebook
X
LinkedIn
Pinterest
Reddit
Email
Print
Skoða blaðið á netinu
4. tbl. 2025
4. tbl. 2025

NÝBURAR

76e2af77 02d9 48eb B73a 24c32e2403ac
4. janúar 2025
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Katrín Rós Óðinsdóttir og Sæþór Örn Garðarsson.

NÝBURAR

Drengur
3. desember 2024
Drengur
Kaupmannahöfn
Selma Jónsdóttir og Matthías Óskarsson

NÝBURAR

Drengursnorrason
23. október 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Svanhildur Eiríksdóttir og Sindri Sigfússon

NÝBURAR

Lovisu
8. október 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík.
Lovísa Jóhannsdóttir og Jökull Andri Sigurðsson

NÝBURAR

462560821 8781643355208571 772013136079801246 N
17. október 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Aníta Björk Friðriksdóttir og Sigurbjörn Þórður Árnason.

NÝBURAR

Tandri
13. september 2024
Drengur
Hsu, Vestmannaeyjum.
Dagur Arnarsson og Svava Tara Ólafsdóttir.

NÝBURAR

Bfec0ecf E4f8 466a 89f9 94c607ba1ec5
24. ágúst 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Óskar Elías Zoega Óskarsson og Díana Ólafsdóttir

NÝBURAR

Natan Orn
14. ágúst 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Þórey Lúðvíksdóttir og Elías Skæringur Guðmundsson

NÝBURAR

F4c5612c Ae8a 4d77 B83d C5f14f2007fe
26. september 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík.
Þorgeir Þór Friðgeirsdóttir og Elín Inga Halldórsdóttir

NÝBURAR

Moller
20. september 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík
William Thomas Möller og Jenný Guðnadóttir.

NÝBURAR

E50c5f3f Ddd5 4ee2 8685 Dad7e0e417ad
2. ágúst 2024
Stúlka
Fæðingadeild HVE, Akranes
Sigurdís Egilsdóttir og Gunnlaugur Örn Guðjónsson

NÝBURAR

Drengur Hristov
2. ágúst 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík
Todor Hristov og Marta Möller

NÝBURAR

Nýburi
30. júlí 2024
Stúlka
Heimahúsi á Dalvík
Alexandra Ósk Gunnarsdóttir og Brynjar Ingi Óðinsson

NÝBURAR

Nýfædd stúlka.
4. júlí 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík
Theodóra Ágústsdóttir & Carlos Guani

NÝBURAR

IMG 3174
15. júlí 2024
Drengur
Balingen, Þýskalandi
Sandra Erlingsdóttir og Daníel Þór Ingason

NÝBURAR

tryggvason
30. júní 2024
Drengur
Reykjavík
Tryggvi Stein Ágústsson og Guðný Erla Guðnadóttir

NÝBURAR

nyburar
4. júlí 2024
Drengur
Reykjavík
María Rós Sigurbjörnsdóttir og Bjarni Heimir Kristinsson

NÝBURAR

jon
20. júní 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík
Logi Snædal Jónsson og Svala Björk Hólmgeirsdóttir

NÝBURAR

Admin Ajax
10. júlí 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík
Unnur Birna Hallgrímsdóttir og Guðmundur Sundström

NÝBURAR

IMG 2282 940x940
29. júní 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík
Petrúnella Aðalheiður Kristjánsdóttir og Felix Örn Friðriksson
Mest lesið
viðburðir
Ársþing ÍBV
13. maí 2025
20:00
Ársþing ÍBV
Fylgstu með

Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst