Vestmannaeyjahlaupið fór fram á laugardaginn í ágætis veðri. Fyrstur í mark í 10 km hlaupinu var Vilhjálmur Þór Svansson á tímanum 37:44. Arnaldur Kárason, sem er níu mánaða gamall, hafnaði í öðru sæti í 10 km í Vestmannaeyjahlaupinu, reyndar var Arnaldur í kerru sem pabbi hans, Kári Steinn Karlsson, ýtti á undan sér en Kári Steinn hafnaði í þriðja sæti.
Alls tóku 100 manns þátt í hlaupinu en hefðu verið 300 talsins ef Herjólfur hefði siglt í Landeyjahöfn. Eyjamenn voru stór partur af hlaupinu og þó nokkrir í verðlaunasæti.
1-3 sæti í öllum hlaupunum er sem hér segir:
Hálfmaraþon
Karlar
2. Dolfi Egede Lund á tímanum 01:43:40
3. Ásgeir Guðmundsson á tímanum 01:43:51.
Konur
2. Johanna Medyk á tímanum 01:48:53.
3. Thelma Gunnarsdóttir og Gyða Arnórsdóttir voru jafnar í 3-4 sæti á tímanum 01:54:42.
10 km hlaup
Karlar
2. Kári Steinn Karlsson
3. Sindri Viðarsson á tímanum
Konur
2. Steinunn Þorsteinsdóttir á tímanum 00:54:58
3. Hannah Cross á tímanum 00:55:32.
5 km
Karlar
Konur
Hægt er að sjá öll úrslitin hérna.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst