Verðlaun fyrir piparkökuhús til Landakirkju

Rauðu leikarnir standa yfir þessa viku hjá Íslandsbanka og keppast starfsmenn við að ljúka áskorunum dagsins. Áskorun miðvikudagsins var að skreyta piparkökuhús og frumlegasta húsið verðlaunað. Útibú Íslandsbanka í Vestmannaeyjum fór með sigur úr býtum en ákveðið var að húsið yrði að hafa sterka tengingu við Eyjar. Búið var að velta upp ýmsum möguleikum en að lokum var ákveðið að hafa tengingu við Heimaeyjargosið 1973 og gera hús sem var að fara undir hraun. 

Útibúið hlaut 50.000 krónur í verðlaun sem ráðstafa á til góðs málefnis og ákváðu starfsmenn útibúsins að ráðstafa verðlaununum til Landakirkju sem sér um að úthluta styrkjum til þeirra sem minna mega sín fyrir jólin.

Nýjustu fréttir

Tvíþætt staða orkuskipta
Netöryggisfræðsla fyrir foreldra grunn- og framhaldsskólanemenda
Áskriftarkort sundlaugagesta framlengd
Eyjarnar landa fyrir austan
Sýningin Geological Rhapsody opnar á morgun
Nýtt fyrirkomulag í Uppbyggingarsjóði Suðurlands
Íþróttahátíð ÍBV í kvöld
Bærinn niðurgreiðir heimsendan mat um 53%
Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.