Verðmæti afl­ans nam 128 millj­örðum
Mynd: Óskar Pétur Friðriksson

Íslensk skip lönduðu tæp­lega 1.259 þúsund tonn­um af afla á síðasta ári, um 79 þúsund tonn­um meira en árið áður. Afla­verðmæti árs­ins nam enn frem­ur 128 millj­örðum króna og jókst um 15,6% á milli ára.

Verðmæti afl­ans eykst því meira en sá afli sem landað er, en afla­aukn­ing­in nem­ur 7% sam­an­borið við 15,6% aukn­ingu afla­verðmæt­is.

Að því er fram kem­ur á vef Hag­stofu veidd­ust alls rúm­lega 480 þúsund tonn af botn­fiski, sem er 51 þúsund tonn­um meira en árið 2017. Afla­verðmæti botn­fiskafla nam tæp­um 91 millj­arði króna árið 2018 og jókst um 17,9% frá fyrra ári. Þorsk­ur er sem fyrr verðmæt­asta fisk­teg­und­in með afla­verðmæti upp á rúma 57 millj­arða króna.

Í tonn­um talið veidd­ist mest af upp­sjáv­ar­fiski, en árið 2018 veidd­ust tæp­lega 739 þúsund tonn, eða 20,5 þúsund tonn­um meira en árið 2017. Mest veidd­ist af kol­munna, eða tæp 300 þúsund tonn, á meðan sam­drátt­ur varð í veiðum á síld, loðnu og mak­ríl. Afla­verðmæti upp­sjáv­ar­afla jókst um 2,6% miðað við fyrra ár og var 24,4 millj­arðar króna árið 2018.

Af flat­fiski veidd­ust rúm­lega 27 þúsund tonn árið 2018, sem er 23,6% aukn­ing frá fyrra ári. Afla­verðmæti flat­fiskaf­urða jókst um 35,6% miðað við árið 2017. Lönd­un á skel­fiski og krabba­dýr­um var tæp­lega 12.500 tonn árið 2018 sem er magn­aukn­ing um 18,3% frá ár­inu áður. Verðmæti skel- og krabba­afla jókst um 7,2% miðað við 2017.

Mbl.is greindi frá.

Nýjustu fréttir

Verulegur munur á tilboðum í flóðlýsingu Hásteinsvallar
Minningar um gos – söngvar og sögur í Eldheimum
„Fínasti vertíðarfiskur”
Kallað eftir hugmyndum fyrir Goslokahátíð 2026
Ein ferð í Landeyjahöfn
Heilsurækt við Íþróttamiðstöðina boðin út á ný eftir kærumál
Góður mánudagur sem varð enn betri!
Fimm skip til loðnuleitar
Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.