Starfsmenn skipasmíðastöðvarinnar Crist í Gdynia í Póllandi eru að leggja lokahönd á smíði Herjólfs. Þeir eru að setja upp stóla, borð og eldhústæki í farþegasal, pússa gler í gluggum og setja upp gluggatjöld.
„Það er komin fín mynd á þetta og nú bíðum við óþreyjufullir eftir að fá skipið til að geta búið okkur undir siglingar,“ segir Guðbjartur Ellert Jónsson, framkvæmdastjóri rekstrarfélags Herjólfs sem starfar á vegum Vestmannaeyjabæjar.
Verið er að ganga endanlega frá tækjum í brú og vél. Einhvern næstu daga fer skipið í nokkurra daga reynslusiglingu þar sem skipið sjálft og öll tæki þess verða prófuð. Guðbjartur segir að þá komi ljós hvenær skipið verði afhent rekstraraðila og hvenær hægt verði að sigla því heim.
Hvað er sjóveiki?
Sjóveiki er misræmi milli skynfæra líkamans sem senda boð til heilans um hreyfingu – kyrrstöðu.
Þegar einstaklingur er úti á sjó þá nema skynjarar í vökvafylltum gangi í innra eyra hreyfingu og senda boð til heilans að einstaklingur sé á hreyfingu. Augun senda hins vegar boð til heilans um að viðkomandi sé kyrr. Heilinn á erfitt með að vinna úr þessum misvísandi og ósamræmdu upplýsingum og sendir skilaboð til magans um að tæma sig – þ.e. veldur uppköstum.
Einkenni sjóveiki eru þreyta, ógleði, svimi, svitakóf og uppköst.
Góð ráð til að hindra sjóveiki:
Lyf við sjóveiki þ.e. lyf sem slá á einkennin og fást án lyfseðils í apóteki.
Önnur ráð:
Hvar í skipinu er best að vera o.fl.
Þungun:
Þungaðar konur sem þjást af sjóveiki mega nota koffinátín í litlum skömmtum en best er að ráðfæra sig við lækni eða lyfjafræðing.
Þunguðum konum er ekki ráðlagt að nota engifer þar sem það er ekki staðfest hvort það geti haft skaðleg áhrif á fóstur.