Ísfisktogarinn Vestmannaey VE landaði fullfermi í heimahöfn í Eyjum á sunnudaginn síðastliðinn. Á heimasíðu Síldarvinnslunnar er rætt stuttlega við Birgi Þór Sverrisson skipstjóra og er hann spurður um hvernig túrinn hafi verið.
„Það var ágæt veiði en aflinn var að mestu ýsa. Við byrjuðum á Víkinni og síðan var farið á Ingólfshöfðann. Túrinn tók rúmlega tvo sólarhringa og það var blíðuveður allan tímann. Haldið var til veiða á ný strax að löndun lokinni. Nú er vertíðarbransinn endanlega búinn og við tekur hið árlega skrap. Ég geri ráð fyrir að sótt verði á suðausturmið á næstunni. Við stefnum að því að landa á miðvikudagskvöld á ný,” sagði Birgir Þór.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst