Vestmannaeyjabær tekur ekki þátt í endurnýjun á eldhúsi í Noregi
Myndin er úr eldhúsi Íslendingafélagsins við Norefjell. Myndin er fengin af facebook.

Fyrir bæjarráði lá í vikunni erindi frá Íslendingafélaginu í Osló. Erindi félagsins er að kanna hvort Vestmannaeyjabær hafi möguleika og vilja til að veita félaginu stuðning, annaðhvort með fjárstyrk eða á annan hátt. Styrkurinn færi í endurnýjun á eldhúsi Íslendingafélagsins við Norefjell, þar sem á þessu ári eru 50 ár frá móttöku barna frá Vestmannaeyjum í húsið, en börnum frá Vestmannaeyjum var boðið í tveggja vikna dvöl vegna eldgossins á Heimey árið 1973.
Jafnframt fagnar Íslendingafélagið í Ósló 100 ára afmæli félagsins á árinu 2023.

Bæjarráð þakkar í niðurstöðu sinni um málið fyrir erindið. Þar kemur fram að til standi að minnast umræddra tímamóta og þakklæti til norsku þjóðarinnar fyrir alla aðstoðina og hug þjóðarinnar til Vestmannaeyinga árið 1973, með öðrum hætti þegar nær líður viðburða vegna goslokaafmælis í sumar. Bæjarráð getur ekki orðið við umræddri beiðni Íslendingafélagsins í Ósló.

Nýjustu fréttir

Bærinn niðurgreiðir heimsendan mat um 53%
Sigurður Guðmundsson á Hljómey í ár
Jákvæðar umræður um Eyjagöng á Hvolsvelli
Eyjakona og drottning íslenskrar knattspyrnu
Bæjarstjórnarfundur í beinni
Andri Erlingsson til Kristianstad
Verulegur munur á tilboðum í flóðlýsingu Hásteinsvallar
Minningar um gos – söngvar og sögur í Eldheimum
Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.