Vestmannaeyjar – sjávarlíftæknivettvangur Íslands
23. september, 2021
Hólmfríður, Evgenia, Hörður, Íris og Arnar.

Þriðjudaginn 21. sept. 2021 var verkefnið “Vestmannaeyjar – Sjávarlíftæknivettvangur Íslands“ ræst í Þekkingarsetri Vestmannaeyja. Verkefnið hlaut styrk til eins árs úr Lóu – nýsköpunarstyrkir fyrir landsbyggðina sem Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið hefur umsjón með. Hlutverk Lóu – Nýsköpunarstyrkja er að styðja við nýsköpun á landsbyggðinni og því er styrkjunum úthlutað til nýsköpunarverkefna utan höfuðborgarsvæðisins.
Þekkingarsetur Vestmannaeyja – ÞSV – hefur umsjón með verkefninu en samstarfsaðilar eru sjávarútvegsfyrirtæki í Eyjum, Rannsóknaþjónusta Vm., VISKA símenntunarmiðstöð Vm., Háskóli Íslands, Háskólinn á Akureyri, Háskólinn á Hólum, Laxá og ArcticMass.
Hólmfríður Sveinsdóttir er verkefnastjóri verkefnisins en Hólmfríður er stofnandi Protis sem er líftæknifyrirtæki sem hefur sérhæft sig í vinnslu kollagens og fiskprótína úr hliðarhráefni. Verkefnið skiptist í 3 verkþætti og hefur fyrsti verkþáttur það markmið að auka almennt vitund fólks á sjávarlíftækni. Það verður gert með því að setja á laggirnar Sjávarlíftækniskóla unga fólksins að fyrirmynd Sjávarútvegsskóla unga fólksins og Fiskeldisskóla unga fólksins. Sjávarútvegsmiðstöð Háskólans á Akureyri hefur haft umsjón með þessum skólum og er hún samstarfsaðili í þessu verkefni. Í öðrum verkþætti verður farið í stefnumótunarvinnu um hvernig innviðir, þekking og tengsl á sviði sjávarlíftækni verða efld í Vestmannaeyjum. Einnig verður farið í stefnumótunarvinnu í uppbyggingu á fræðsluferðamennsku í Eyjum sem felst í að fá vísindafólk, nemendur og kennara til að koma til Vestmannaeyja og dvelja þar í tenslum við sína fræðigrein. Í þriðja verkþættinum verða afurðir unnar með líftækniaðferðum úr hliðarhráefni fiskvinnslu. Ætlunin er að nýta fiskhryggi og gera prótín- og steinefnaríkt duft úr þeim sem nýta má í t.d. fæðubótarefni og seiðafóður.
Við tilefni af verkefnisræsinu var efnt til samkomu í Þekkingarsetri Vm. þar sem Hörður Baldvinsson, framkvæmdastjóri ÞSV bauð gesti velkomna og fór stuttlega yfir þá innviði sem eru til staðar í Setrinu og munu geta stutt við Vettvanginn.
Því næst fór Arnar Sigurmundsson, form. stjórnar ÞSV yfir helstu lykilþætti í þróun sjávarútvegs í Vestmannaeyjum 1890-2021 og taldi hann næstu skref í þróun öflugs sjávarútvegs muni m.a. felast í vinnslu verðmætra efna úr sjávarfangi með líftækniaðferðum.
Íris Róbertsdóttir, bæjarstjóri fór yfir forsögu verkefnisins og mikilvægi þess að efla nýsköpun og frumkvöðlastarfssemi í Vestmannaeyjum Íris lagði ríka áherslu í máli sínu á mikilvægi þess að sveitarfélög koma að frumkvöðlastarfssemi á upphafsstigum. Þar næst talaði Hólmfríður Sveinsdóttur frumkvöðull og verkefnisstjóri og greindi stuttlega frá verkefninu og þeim mikilvæga tilgangi þess sem er fyrst og fremst að efla enn frekar frumkvöðlastarfssemi, atvinnutækifæri og verðmætasköpun í Vestmannaeyjum. Í Vestmannaeyjum eru grunninnviðir eins og ÞSV, Rannsóknaþjónusta Vm og sjávarútvegsfyrirtæki sem búa yfir mikilli þekkingu á allri virðiskeðju sjávarútvegs sem mikilvægt er að tengja við háskóla, rannsóknastofnanir og þekkingarfyrirtæki og mynda þannig breiðan vettvang.
Nýr verkefnastjóri ÞSV, Evgenia Mikaelsdóttir kynnti skoðanakönnun sem hún hefur umsjón með og er í gangi í tengslum við vinnu sem á sér stað við atvinnustefnu bæjarins. Evgenía hvatti Eyjafólk til að taka þátt í þessari mikilvægu könnun sem er á vestmannaeyjar.is , heimasíðu Vm.bæjar, og hafa þannig áhrif á atvinnustefnuna. Að lokum sagði Frosti Gíslason verkefnastjóri Þekkingarsetursins frá framtíðaráformum Fab Labs í nýju húsnæði á 3ju hæð að Ægisgötu . ÞSV annast rekstur þess með samningi og fjárframlögum frá ráðuneytum nýsköpunar- og menntamála. Vestmannaeyjabær leggur til húsnæðið sem er um 150 ferm. auk sameignilegs rýmis. Fundarfólk fór í framhaldinu að skoða nýja aðstöðu Fab Lab – en starfsemi starfrænu smiðjunnar þess á nýjum stað hefst eftir nokkra daga.
Í þessu samhengi er skemmtilegt að minnast á nýúthlutaðan styrk úr Matvælasjóði til Löngu ehf. fiskþurrkunar að fjárhæð 21 milj. kr. í verkefni sem tengist sjávarlíftæknivettvangnum.
Framtíðin er því björt í nýsköpun og frumkvöðlastarfi í Vestmannaeyjum.

Facebook
X
LinkedIn
Pinterest
Reddit
Email
Print
Skoða blaðið á netinu
4. tbl. 2025
4. tbl. 2025

NÝBURAR

76e2af77 02d9 48eb B73a 24c32e2403ac
4. janúar 2025
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Katrín Rós Óðinsdóttir og Sæþór Örn Garðarsson.

NÝBURAR

Drengur
3. desember 2024
Drengur
Kaupmannahöfn
Selma Jónsdóttir og Matthías Óskarsson

NÝBURAR

Drengursnorrason
23. október 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Svanhildur Eiríksdóttir og Sindri Sigfússon

NÝBURAR

Lovisu
8. október 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík.
Lovísa Jóhannsdóttir og Jökull Andri Sigurðsson

NÝBURAR

462560821 8781643355208571 772013136079801246 N
17. október 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Aníta Björk Friðriksdóttir og Sigurbjörn Þórður Árnason.

NÝBURAR

Tandri
13. september 2024
Drengur
Hsu, Vestmannaeyjum.
Dagur Arnarsson og Svava Tara Ólafsdóttir.

NÝBURAR

Bfec0ecf E4f8 466a 89f9 94c607ba1ec5
24. ágúst 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Óskar Elías Zoega Óskarsson og Díana Ólafsdóttir

NÝBURAR

Natan Orn
14. ágúst 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Þórey Lúðvíksdóttir og Elías Skæringur Guðmundsson

NÝBURAR

F4c5612c Ae8a 4d77 B83d C5f14f2007fe
26. september 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík.
Þorgeir Þór Friðgeirsdóttir og Elín Inga Halldórsdóttir

NÝBURAR

Moller
20. september 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík
William Thomas Möller og Jenný Guðnadóttir.

NÝBURAR

E50c5f3f Ddd5 4ee2 8685 Dad7e0e417ad
2. ágúst 2024
Stúlka
Fæðingadeild HVE, Akranes
Sigurdís Egilsdóttir og Gunnlaugur Örn Guðjónsson

NÝBURAR

Drengur Hristov
2. ágúst 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík
Todor Hristov og Marta Möller

NÝBURAR

Nýburi
30. júlí 2024
Stúlka
Heimahúsi á Dalvík
Alexandra Ósk Gunnarsdóttir og Brynjar Ingi Óðinsson

NÝBURAR

Nýfædd stúlka.
4. júlí 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík
Theodóra Ágústsdóttir & Carlos Guani

NÝBURAR

IMG 3174
15. júlí 2024
Drengur
Balingen, Þýskalandi
Sandra Erlingsdóttir og Daníel Þór Ingason

NÝBURAR

tryggvason
30. júní 2024
Drengur
Reykjavík
Tryggvi Stein Ágústsson og Guðný Erla Guðnadóttir

NÝBURAR

nyburar
4. júlí 2024
Drengur
Reykjavík
María Rós Sigurbjörnsdóttir og Bjarni Heimir Kristinsson

NÝBURAR

jon
20. júní 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík
Logi Snædal Jónsson og Svala Björk Hólmgeirsdóttir

NÝBURAR

Admin Ajax
10. júlí 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík
Unnur Birna Hallgrímsdóttir og Guðmundur Sundström

NÝBURAR

IMG 2282 940x940
29. júní 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík
Petrúnella Aðalheiður Kristjánsdóttir og Felix Örn Friðriksson
Mest lesið
viðburðir
Ársþing ÍBV
13. maí 2025
20:00
Ársþing ÍBV
Fylgstu með

Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst