Vestmanneyjahlaupið - Sextíu og átta ára aldursmunur
Sigurverarar í 5 km hlaupi kvenna. Myndir Addi í London.

Vestmannaeyjahlaupið fór fram í fimmtánda árið í röð laugardaginn 6. september.  Alls tóku 128 hlauparar þátt og er sextíu og átta ára aldursmunur á yngsta og elsta þátttakenda. Veðrið var fínt og gleði meðal keppenda. Gaman var að sjá hve margir ungir hlauparar voru með og hvað árangur þeirra var góður.

Eva Skarpaas sigraði í 5 km kvenna á tímanum 23:18. Eva hvatti Vestmanneyinga að setja hlaupið á laggirnar árið 2011 og hefur oft verið á verðlaunapalli í Eyjum. Daníel Snær Eyþórsson var langfyrstur karla á tímanum 18:17.

Íris Dóra Snorradóttir sigraði 10 km kvennaflokk annað árið í röð og kom í mark á tímanum 40:42. Sigurvegari karlaflokks var Arnar Pétursson á 35:38. Arnar var að taka þátt í Vestmannaeyjahlaupinu í fyrsta sinn. Hann hefur sigrað The Puffin Run þrisvar sinnum.

Eyjaskokk styrkti Minningarsjóð Gunnars Karls að hlaupi loknu.

 

Kári Steinn, Aldís og synir. Kári Steinn tók þátt í sínu tólfta Vestmannaeyjahlaupi.

 

Arnar Pétursson sigraði í 10 km karla.

 

Guðmunda Bjarnadóttir, sem hér er með hluta fjölskyldunnar hljóp 10 km.

 

Hafsteinn og Herdís Rós létu sig ekki vanta.

 

Þórey Helga og Jóhann Ingi. Jóhann Ingi varð í þriðja sæti í 5 km karla.

 

Skipuleggjandi hlaupsins, Sigmar Þröstur var númer 1007.

 

 

 

Nýjustu fréttir

Foreign Monkeys gefa út þriðju breiðskífu sína – „III“
Úttekt á fasteignagjöldum ársins
Mikil gróska í fimleikastarfi og mót framundan
Hlutafjáraukning Eyjaganga langt komin
Áframhaldandi hvassviðri út vikuna  
Áætlun um rýmingu Heimaeyjar eftir að Surtsey fór að gjósa
Loðnu að finna á stóru svæði
Íbúakosning samhliða næstu sveitarstjórnarkosningum
Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.