Vicente Valor aftur til Eyja
Vicente Valor Mynd Ibvsp
Vicente Valor er kominn aftur til ÍBV eftir stutta dvöl hjá KR. LJósmynd/ibvsport.is

Knattspyrnuráð ÍBV hefur náð samkomulagi við KR að Vicente Valor verði á ný leikmaður ÍBV. Vicente sem er 26 ára miðju- og sóknarmaður yfirgaf ÍBV að lokinni síðustu leiktíð en hefur nú snúið aftur. Þetta kemur fram í tilkynningu frá knattspyrnudeild ÍBV.

Vicente lék í 7 leikjum fyrir KR en hann hafði áður leikið í 27 leikjum fyrir ÍBV og skorað í þeim 11 mörk. Hann skrifar nú undir 3 ára samning við ÍBV og getur leikið með liðinu í næsta leik, gegn Fram á fimmtudaginn.

Þorlákur Árnason, þjálfari ÍBV, var ánægður með að næla í Spánverjann. „Það er gríðarlega ánægjulegt fyrir okkur Eyjamenn að endurheimta Vicente. Vicente er frábær miðjumaður og mun án nokkurs vafa verða lykilmaður í okkar liði.“

Næsti leikur ÍBV er á fimmtudaginn þegar Framarar koma í heimsókn á Þórsvöllinn, sá leikur hefst klukkan 16:00.

Nýjustu fréttir

Áætlun um rýmingu Heimaeyjar eftir að Surtsey fór að gjósa
Loðnu að finna á stóru svæði
Íbúakosning samhliða næstu sveitarstjórnarkosningum
Nám sem tengir saman skóla, atvinnulíf og samfélag
Draumar æskuáranna rættust
ÍBV tapaði toppslagnum gegn Val
Handverksmenn sýna í Einarsstofu
Samninganefnd skipuð vegna endurskoðunar á Herjólfssamningi
Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.