Grunnskólinn í Eyjum er þátttakandi í verkefninu Jólapeysan 2014 sem er verkefni Barnaheilla. Á heimasíðu skólans segir að í ár sé safnað fyrir vináttu sem er skólafólki mjög svo hugleikin. Stjórnendur skólans ætla að taka á móti nemendum í jólapeysum nokkra daga í desember.
�??Við viljum styrkja þetta verkefni þar sem við stýrum skóla með 540 nemendum. Við leggjum mikið uppúr vináttu og höfum starfað eftir Oweusar áætluninni gegn einelti og hugmyndafræði Uppeldis til ábyrgðar.�?að er okkar von að þetta framtak hvetji fólk til að hlúa hvert að öðru og sýna náungakærleik.”
Hver sem er getur heitið á einstakling eða hópa með upphæð að eigin vali – með sms, greiðslu í heimabanka eða með greiðslukorti á öruggu svæði Kortaþjónustunnar. Söfnunarfé rennur til forvarnarverkefnis Barnaheilla gegn einelti.
Á myndinni nokkrir kennarar skólans; Ingibjörg Jónsdóttir, Elísa Kristmannsdóttir, Anna Rós Hallgrímsdóttir og fyrir framan þær eru �?löf Heiða Elíasdóttir að sjálfsögðu í jólapeysum.