Grímur kokkur hóf framleiðslu árið 1998 en fyrirtækið flutti í nýtt húsnæði snemma á síðasta ári. �?Við notuðum tækifrærið þegar við fluttum okkur inn á Eiði og endurnýjuðum tækjakost töluvert sem gefur okkur aukna möguleika auk þess sem umhverfið og vinnuaðstaða er öll önnur,�? segir Grímur Gíslason þegar hann er spurður út í matvælaframleiðsluna.
Nýir og spennandi réttir
�?Við höfum verið að bæta nýjungum við framleiðsluna eftir að við komum í nýja húsnæðið. Við erum til dæmis að framleiða salsa Tortilla fisk og tvær gerðir af sælkerabökum, annars vegar með plokkfisk, bernaise og osti í brauðböku og hins vegar með broccoli fisk, bernaise og osti. Síðan erum við með þrjár gerðir af smábollum, þetta eru 15 gr. fiskibollur með sem hægt er að fá ófylltar eða með pizza- og ostafyllingu. Með þessum nýjungum viljum við höfða til yngri kynslóðarinnar og auka fiskneyslu en staðreyndin er sú að réttirnir höfða til allra aldurshópa og njóta mikilla vinsælda.�?
Nánar í Fréttum
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst