�?að geta liðið nokkur ár frá hugmynd þangað til ákveðið er að láta drauminn rætast. Allt byrjaði þetta með því að tveir kallar fóru að ræða um að ferðast um Evrópu á mótorhjólum fyrir einhverjum árum síðan. Hugmynd sem lá í salti þar til í desember í fyrra að ákveðið var að slá til. Haldið var af stað í september síðastliðnum og úr varð ferð sem aldrei mun gleymast þeim Gunnari Darra Adólfssyni og Svövu Bjarnadóttur, Guðna Ingvari Guðnasyni og �?órdísi �?lfarsdóttur, Sigurjóni Adólfssyni og Kristínu Elfu Elíasdóttur og Jóni Steinari Adólfssyni og Júlíu Elsu Friðriksdóttur. Hjólin fóru til Hollands með Eimskip þangað sem hópurinn fór með flugi. �?aðan var haldið á fákunum sem ekki eru af verri endanum.
Blaðamaður settist niður með Darra og �?órdísi í útibúi Íslandsbanka þar sem hún ræður ríkjum. �?au segja að undirbúningur hafi ekki verið mikill en það að senda hjólin með Eimskip hafi verið rétt ákvörðun. �??�?að var líka frábær þjónusta sem við fengum hjá Eimskip. Hjólin voru sett í gám hér í Eyjum og hann beið á bakkanum í Rotterdam þegar við komum þangað,�?? segja Darri og �?órdís og leggja áherslu á góð samskipti við starfsfólk Eimskips.
�??Ef við hefðum farið með Norrænu hefði það tekið heila viku en við vorum tvær vikur í ferðinni sem nýttist okkur að fullu í það sem við ætluðum okkur, að ferðast á hjólunum um Evrópu,�?? segir �?órdís.
Frumraun hjá öllum
Ekkert þeirra hafði áður ekið á mótorhjólum um Evrópu ef undan eru skildar Færeyjarferðir. Kallarnir hafa allir áratuga reynslu af kraftmiklum hjólum. �??Sjálf hafði ég enga reynslu af þessu sporti þegar ég kynntist Guðna en mér fannst þetta ekkert mál og var aldrei hrædd. Enda vorum við lítið á hraðbrautunum, héldum okkur við sveitavegina þar sem umferð er bæði minni og hægari,�?? segir �?órdís.
�??Hugmyndin að ferðinni varð til í spjalli hjá okkur Guðna fyrir mörgum árum en ég stakk svo upp á þessu við hann í fyrra og fyrsti fundurinn var haldinn í rafmagnsleysi heima hjá okkur Svövu um þetta leyti í fyrra,�?? segir Darri. �??�?arna skiptum við okkur upp í hópa sem tóku að sér hin ýmsu verkefni,�?? bætir �?órdís við.
Einn af hápunktum ferðarinnar var að heimsækja Berchtesgaden í �?ýskalandi sem þau segja einn fallegasta stað sem þau hafa komið á. �??�?að var fyrsta verk okkar Guðna að panta gistingu í Berchtesgaden hjá Helgu �?óru Eder sem á ættir að rekja til Vestmannaeyja og var hér á sínum yngri árum. Annars var undirbúningur ekki mikill, við pöntuðum gistingu á þremur stöðum áður en við lögðum af stað. Tilviljun var látin ráða hvar við gistum hverju sinni.�??
Lagt var af stað þann 11. september og flogið til Amsterdam þaðan sem leiðin lá til Rotterdam til að ná í hjólin. �??Við gistum fyrst í litlum bæ í Hollandi við belgísku landamærin og morguninn eftir fórum við til Belgíu um Lúxemburg til �?ýskalands þar sem næsti áfangastaður var Trier, sú fornfræga borg sem margir Íslendingar þekkja,�?? segir �?órdís.
Heilsuðu upp á Lórelei
�?ar gistu þau í eina nótt og keyrðu síðan sem leið lá um Móseldalinn og Rínardalinn. �??Við enduðum í Koblenz í �?ýskalandi þar sem árnar Mósel og Rín skiptast,�?? segir Darri. Í Rínardalnum heilsuðu þau upp á styttuna af Lórelei sem reyndi að villa um fyrir áhöfnum skipa sem sigldu eftir ánni með ægifögrum söng sínum. Á þessum árstíma er fegurðin mikil í Moseldalnum og ekki síður í Rínardalnum og þess nutu þau þrátt fyrir að veðrið hefði mátt vera betra. �?þarflega mikið um rigningu og stundum hvessti. Enduðu þau í Rudesheim við Rín þar sem þau gistu.
�??�?aðan ákváðum við að keyra hraðbrautina á leiðinni til Berchtesgaden sem er í Bæversku �?lpnum rétt við landamæri Austurríkis. �??�?að hefði tekið of langan tíma að fara sveitavegina. Við tókum þetta í tveimur áföngum, gistum eina nótt í litlum bæ, Regensburg sem telur þó fleiri íbúa en Ísland. �?ar búa 370 þúsund en við erum ekki nema 340 þúsund,�?? segir Darri og hlær.
Áfram var haldið og villtust þau í nágrenni München, fóru tvo hringi í kringum borgina áður en þau fundu réttu leiðina. �??Já, við villtumst nokkrum sinnum í ferðinni en það var bara til að gera þetta skemmtilegra,�?? segir �?órdís. �??�?arna var mikil rigning og lak af okkur. �?á var ekki verra að sitja í upphituðu sæti,�?? segir Darri og leit á �?órdísi sem brosti.
Eyjakona í Berchtesgaden
Í Berchtesgaden hittu þau fyrir Helgu �?óru sem eins og áður segir er íslensk kona sem á ættir að rekja til Vestmannaeyja og þekkir hér til. Hún býður ásamt manni sínum upp á fyrsta flokks gistingu og dagarnir þar eru ógleymanlegir. �??�?etta er fallegasti staður sem ég hef komið á á ævinni. �?g sé eftir að hafa ekki lesið mér meira til um þetta svæði áður en við fórum en ég hef lesið því meira eftir að ég kom heim,�?? segir Darri og �?órdís tekur undir það.
�??Helga �?óra tók vel á móti okkur og meðal þess sem við skoðuðum voru margra alda gamlar saltnámur sem eru mikið furðuverk. Við fórum líka að Köngissee vatninu sem er óhemju fallegt og mjög sérstakt. Svo skoðuðum við Arnarhreiður Hitlers sem er einstök upplifun,�?? segir �?órdís.
Arnarhreiðrið ótrúlegur staður
Martin Bohrmann lét reisa húsið sem afmælisgjöf frá ríkinu til Hitlers á 50 ára afmæli hans, 1939. �?essi sumardvalarstaður Hitles hefur í dag fengið nýtt hlutverk.
Bústaðurinn, sem nefnist Kehlsteinhaus, er uppi á fjallsbrún og er vinsæll veitingastaður. �?ar er safn um sögu �?riðja ríkisins og grimmdarverk sem unnin voru á valdatíma nasista.
�??�?etta er ótrúlegur staður. Virkið er byggt upp með graníti, er í 1800 metra hæð og allt er þarna upprunalegt. Við gengum inn 124 metra gang að lyftu sem flutti okkur upp jafn marga metra. Lyftan leið upp og niður án allra rykkja og ekki að finna að hún sé yfir 80 ára gömul. �?að sama má segja um virkið og allan búnað, allt er þetta eins og það hafi verið tekið í notkun á þessu ári. �?essi heimsókn var alveg ógleymanleg,�?? segir Darri og �?órdís er sama sinnis.
�?flugir reiðskjótar
Eins og áður segir voru hjólin ekki af verri sortinni, Darri á Honda VFR 1200, Guðni á BMW 1200, Sigurjón á Suzuki 1800 og Jón Steinar á Hondu CBR 1100. �??�?að var aldrei neitt vesen með hjólin og aðeins 50% líkur á að þau biluðu. Ástæðan er að tvö voru Hondahjól og þau bila ekki,�?? segir Darri og hlær.
�?að var hlutverk karlanna að stýra hjólunum. �??En það vorum við konurnar sem stjórnuðum,�?? segir �?órdís glottandi.
�??Við vissum ekkert út í hvað við vorum að fara en það kom á óvart hvað þetta var auðvelt og einfalt. �?að var ekkert mál að panta gistingu með tveggja eða þriggja tíma fyrirvara. Júlía Elsa sá alfarið um þessi mál fyrir hópinn og oftast fengum við herbergi hlið við hið. �?að var heldur ekki flókið að keyra og tillitsemin ótrúleg. �?að voru jafnt stórir trukkar og litlir bílar sem viku úr vegi fyrir okkur,�?? segir Darri.
Og andinn í hópnum var góður. �??�?að var aldrei neinn pirringur, ekki einu sinni út í rigninguna sem hefði mátt vera minni. Fengum okkur bara hvítvín til að bæta það upp. Á svona ferðalögum ertu með lágmarksfarangur og það er ótrúlegt hvað þú kemst af með lítið af fötum,�?? sagði �?órdís.
�??Við fórum út 11. september og komum heim hálfum mánuði seinna. Kostnaðurinn er svipaður og kostar að vera hálfan mánuð á Tenerife. Munurinn er að þessi ferð skilur miklu meira eftir,�?? segir Darri.
�??Við vorum ekkert að spara. Gistum á góðum hótelum og borðuðum á flottum veitingastöðum. Já, nutum þess að vera til,�?? segir �?órdís.
�??Svo erum við farin að plana næstu ferð,�?? segja þau bæði. �??�?á langar okkur að fara til Danmerkur og keyra til Bremerhaven í �?ýskalandi þangað sem við bræðurnir eigum ættir að rekja,�?? segir Darri en móðurafi hans, Sigurjóns og Jóns Steinars var þýskur.