Undir lok árs 2016 ákváðu sjö hjúkrunarnemar á þriðja ári við Háskóla Ísland að láta gott af sér leiða og víkka sjóndeildarhringinn í gegnum hjálparstarf í Afríku á vegum African Impact. �?egar í stað fóru þær að plana förina og varð Zambía fyrir valinu en þar munu þær til að mynda sinna ungbarnavernd, fara á hjúkrunarheimili, ferðast til nærliggjandi þorpa til að sinna heilsueflingu og eftirliti. �?ær Herdís Gunnarsdóttir og Arna Hlín Ástþórsdóttir eru á meðal þeirra sjö hjúkrunarnema sem ætla að ferðast til Zambíu en báðar eru þær Vestmannaeyingar í húð og hár. Blaðamaður ræddi við Herdísi á dögunum um hjálparstarfið og neyðina sem ríkir í Zambíu.
Brottfarardagur frá Íslandi segir Herdís að verði aðfaranótt 14. júlí en þá taka þær fjögur flug á tveimur sólarhringum til þess að komast á áfangastað. Ísland �?? Svíþjóð �?? Dubai �?? Lusaka �?? Livingstone.
Kom enginn annar staður til greina? �??�?að komu nokkrir staðir til greina, meðal annars Kenya og Tanzania. Okkur langaði á sjúkrahús eða heilsugæslustöð þar sem við erum jú í hjúkrunarnámi. Við settum okkur í samband við stelpur sem fóru þessa sömu ferð árið 2014 og fengum upplýsingar frá þeim. Ferðin er á vegum fyrirtækis sem heitir African Impact en á heimasíðu þeirra kynntum við okkur samtökin og lásum okkur til um hjálparstarfið. Okkur leist svo vel á skipulagið að við ákváðum að Zambía væri málið,�?? segir Herdís.
Fólkið þarf á aðstoð að halda
Aðspurð út í almennt ástand á staðnum segist Herdís ekki gera sér almennilega grein fyrir því hversu mikil neyð ríkir. �??Við vitum í rauninni ekki hversu mikil neyðin er á þessum stað. Við vitum bara að fólkið þarf á aðstoð að halda. �?að eru hópar að fara á þennan stað í hjálparstarf yfir allt árið þannig að fólk á þessum slóðum er að fá ágætis aðstoð. �?að er búið að biðja okkur um að koma með ýmsan varning til þeirra, til dæmis flísatangir, vítamín, sýklalyf, sólgleraugu, sápur, naglaklippur, sárabindi, sjúkratöskur og nóg af paracetamóli og íbúfeni.�??
Hvað verðið þið lengi og hvað verðið þið helst að gera? �??Hjálparstarfið er í tvær vikur og munum við sinna ýmsum fjölbreyttum störfum, til dæmis alls konar heilsueflandi störfum, svo sem ungbarnavernd, fara á hjúkrunarheimili og aðstoða fólkið þar, ferðast til nærliggjandi þorpa og sinna heilsueflingu og eftirliti þar. Einnig verðum við með fræðslu fyrir fólk varðandi HIV og almennt heilbrigði,�?? segir Herdís og bætir við að þær vinkonur muni einnig ferðast að hjálparstarfinu loknu.
�??Við ætlum að ferðast um suðurhluta Afríku í tvær vikur, fyrst við erum nú komnar alla þessa leið. �?ann 29. júlí leggjum við af stað í safari ferð. Við byrjum hjá Viktoríufossunum og ferðumst yfir til Windhoek. Ferðin er alls níu dagar og átta nætur, en við munum eyða þeim í tjaldi í miðri Afríku. Að lokinni safariferð þann 6. ágúst fljúgum við frá Windhoek til Cape Town þar sem við ætlum að eyða sjö dögum í að skoða okkur um, slaka á og njóta lífsins. Við lendum svo á Íslandi þann 14. ágúst.�??
Erfitt en misjafnt eftir stöðum
Nú hefur þú sjálf áður farið til Afríku í hjálparstarf. �?að hlýtur að vera erfitt að koma inn í svona aðstæður eða hvað? �??Já, vissulega er það erfitt. �?að var þó misjafnt eftir stöðum hversu mikil fátæktin var, sumir bjuggu í moldarkofum á meðan aðrir bjuggu í illa byggðum húsum. Sumir höfðu efni á mat handa sér og sínum en aðrir þurftu að betla sér til matar. �?egar ég var í Nairobi í Kenya heimsótti ég mjög fátækt hverfi þar sem fólk bjó í mjög illa förnum moldarkofum, sváfu á gólfinu, áttu nánast ekkert að borða, voru í skítugum og rifnum fötum, ruslið flæddi eftir götunum ásamt skólpi.
Mig langaði rosalega til þess að hjálpa öllum, finna húsnæði handa þeim og gefa þeim peninga til þess að lifa góðu lífi, en það er bara ekki hægt. Mig langaði sérstaklega til þess að taka litlu börnin með mér til Íslands og ættleiða þau bara öll, en það er víst heldur ekki hægt,�?? segir Herdís og heldur áfram. �??�?g man að fyrir ferðina voru margir búnir að vara mig við því að ég myndi mjög líklega verða fyrir menningarsjokki þegar ég kæmi út, en það var ekki fyrr en ég lenti í London eftir hjálparstarfið, þar sem ég og tvær vinkonur mínar úr ferðinni eyddum nokkrum dögum í að versla og hafa gaman, að ég fékk menningarsjokk.
�?g man svo vel eftir því þegar ég lá uppi í risastóru mjúku rúmi á hótelherberginu, með flatskjá á veggnum fyrir framan mig, nýkomin úr heitri sturtu, að borða Dominos pítsu, að ég hugsaði hvað í fjandanum ég hafi verið að gera síðastliðnar átta vikur. Mér fannst ótrúlegt að sjá fólk lifa svona allt öðruvísi en við gerum á Íslandi. Á þessu augnabliki áttaði ég mig á því hvað ég hef það rosalega gott.�??
Fjármagna ferðina sjálfar
Hvernig hafið þið verið að fjármagna verkefnið og hvernig getur fólk lagt ykkur lið? �??Við höfum verið að vinna í sjúkragæslu á framhaldsskólaböllum í Reykjavík núna í vetur sem hefur gengið ótrúlega vel. �?að er bæði skemmtilegt en á sama tíma er það oft mjög krefjandi. Við vorum með eina netsöfnun í haust og svo höfum við einnig verið að selja sjúkratöskur. Næsta fjáröflun okkar er BING�? sem verður í kvöld í Eirbergi sem er húsnæði hjúkrunarfræðinema, það er staðsett við hlið Landspítalans við Hringbraut,�?? segir Herdís.
Ef fólk vill leggja Herdísi og stelpunum lið þá getur það lagt inn á þennan reikning: 0323-13-302664 kt: 300194-2659. �??Reikningurinn er stílaður á Guðnýju Björg Sigurðardóttur sem er ein af þeim sem fer með okkur út. Svo hvet ég alla sem verða á höfuðborgarsvæðinu í dag að hita upp bingóvöðvana og kíkja til okkar í BING�?, vinningarnir eru hreint stórkostlegir. Meðal annars gjafabréf í Sölku og á Slippinn, það er sko eitthvað! Svo viljum við auðvitað þakka öllum þeim sem hafa stutt okkur kærlega fyrir stuðninginn. �?að eru allir svo liðlegir og tilbúnir til þess að styðja við bakið á okkur, það er ómetanlegt að eiga svona gott fólk í kringum okkur.�??
�?eir sem vilja fylgjast með ferðinni og undirbúningnum fyrir hana þá er snapchatið hjá stelpunum: hjalparstarf17. Einnig eru þær með like-síðu á Facebook: Hjúkrunarnemar í Zambíu.