Viðarssynir á skotskónum
Arnor_ibv_DSC_6463 (1)_op
Arnór Viðarsson í leik með ÍBV. Mynd/Óskar Pétur Friðriksson

Eyjamennirnir og bræðurnir, Arnór og Elliði Viðarssynir voru báðir í eldlínunni með sínum liðum í handboltanum í gærkvöld.

Arnór átti stórleik í sænska handboltanum. Arnór, sem leikur með Karlskrona, skoraði sjö mörk úr tíu skotum og var með sjö stoðsendingar í 29:29 jafntefli gegn Malmö. Hann var bæði markahæstur og stoðsendingahæstur í leiknum. Karlskrona var þremur mörkum undir í hálfleik, 15:18, og er fyrsta liðið til að taka stig af toppliði Malmö síðan í október. Karlskrona situr í áttunda sæti sænsku deildarinnar.

Elliði Snær og félaga hans í Gummersbach léku gegn Bergischer HC í þýsku deildinni. Leiknum lauk með jafntefli, 29:29 en Gummersbach var fjórum mörkum undir í hálfleik. Elliði Snær var frábær í leiknum og skoraði átta mörk úr níu skotum og var markahæstur í sínu liði. Gummersbach er í fimmta sæti í þýsku deildinni en Bergischer í 15. sæti.

Nýjustu fréttir

Foreign Monkeys gefa út þriðju breiðskífu sína – „III“
Úttekt á fasteignagjöldum ársins
Mikil gróska í fimleikastarfi og mót framundan
Hlutafjáraukning Eyjaganga langt komin
Áframhaldandi hvassviðri út vikuna  
Áætlun um rýmingu Heimaeyjar eftir að Surtsey fór að gjósa
Loðnu að finna á stóru svæði
Íbúakosning samhliða næstu sveitarstjórnarkosningum
Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.