Eyjamennirnir og bræðurnir, Arnór og Elliði Viðarssynir voru báðir í eldlínunni með sínum liðum í handboltanum í gærkvöld.
Arnór átti stórleik í sænska handboltanum. Arnór, sem leikur með Karlskrona, skoraði sjö mörk úr tíu skotum og var með sjö stoðsendingar í 29:29 jafntefli gegn Malmö. Hann var bæði markahæstur og stoðsendingahæstur í leiknum. Karlskrona var þremur mörkum undir í hálfleik, 15:18, og er fyrsta liðið til að taka stig af toppliði Malmö síðan í október. Karlskrona situr í áttunda sæti sænsku deildarinnar.
Elliði Snær og félaga hans í Gummersbach léku gegn Bergischer HC í þýsku deildinni. Leiknum lauk með jafntefli, 29:29 en Gummersbach var fjórum mörkum undir í hálfleik. Elliði Snær var frábær í leiknum og skoraði átta mörk úr níu skotum og var markahæstur í sínu liði. Gummersbach er í fimmta sæti í þýsku deildinni en Bergischer í 15. sæti.




















Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst