Þegar ÍBV sigraði FH-u núna á laugardaginn náði Vignir Stefánsson merkum áfanga. Mark hans nr. 4 í leiknum var mark númer 200 fyrir ÍBV. Vignir hefur leikið 74 leiki fyrir félagið og skorað í þeim 205 mörk sem þýðir 2,77 mörk í leik. Hann hefur á þessu tímabili leikið 6 leiki og skorað í þeim 52 mörk sem gerir 8,67 mörk í leik! Geri aðrir betur.